Upplýsingar um rafhlöðu og hleðslutæki
Tækið er ætlað til notkunar með BL-5K endurhlaðanlegri rafhlöðu. Hugsanlega verður hægt að fá aðrar gerðir rafhlaðna frá
Nokia fyrir þetta tæki. Notið alltaf rafhlöður frá Nokia.
Tækið er ætlað til notkunar þegar það er hlaðið með eftirfarandi hleðslutækjum: AC-15 . Nákvæmt tegundarnúmer Nokia
hleðslutækisins getur verið mismunandi gerðum innstungna, sem auðkenndar eru með E, X, AR, U, A, C, K, B eða N.
Hægt er að hlaða og afhlaða rafhlöðu nokkur hundruð sinnum en að því kemur að hún gengur úr sér. Þegar tal- og biðtími
er orðinn mun styttri en eðlilegt er skal skipta um rafhlöðu.