Afritun tengiliða eða mynda úr eldri síma
Viltu afrita mikilvægar upplýsingar úr eldri Nokia-síma og byrja þannig að nota nýja
símann strax? Notaðu Símaflutningur forritið til að afrita t.d. tengiliði,
dagbókarfærslur og myndir yfir í nýja símann án endurgjalds.
Eldri síminn þarf að styðja Bluetooth.
1 Veldu >
Stillingar
>
Tengingar
>
Gagnaflutningur
>
Símaflutningur
.
2 Veldu eldri símann af listanum og paraðu svo símana. Kveikt þarf að vera á
Bluetooth í báðum símunum.
3 Sláðu inn lykilorð í báðum símunum ef þess er þörf.
Lykilorðið er aðeins fyrir þá tengingu sem verið er að koma á og hægt er að velja
hvaða lykilorð sem er. Lykilorð er fyrir fram skilgreint í sumum símum. Nánari
upplýsingar er að finna í notendahandbók hins símans.
4 Veldu það sem þú vilt afrita og veldu svo
Í lagi
.
Ef Símaflutningur forritið er ekki sett upp í eldri Nokia-símanum sendir nýi síminn þinn
það í skilaboðum um Bluetooth. Forritið er sett upp með því að opna skilaboðin í eldri
símanum og fylgja síðan leiðbeiningunum sem birtast.
Ábending: Einnig er hægt að afrita efni úr öðrum símum síðar með Símaflutningur-
forritinu.