Samtöl skoðuð
Þú getur séð þau skilaboð sem þú hefur sent eða móttekið frá tilteknum tengilið á
einum skjá og haldið samtalinu áfram af þeim skjá.
Veldu >
Skilaboð
.
Veldu tengilið af Samtöl listanum. Samtalaskjárinn opnast með öllum skilaboðum sem
þú hefur sent tengiliðnum eða hann þér.
Svara skilaboðum í samtali
1 Veldu innsláttarreitinn og skrifaðu skilaboðin.
2 Til að setja inn viðhengi velurðu táknið .
3 Til að bæta við fleiri viðtakendum velurðu táknið
>
Bæta við viðtakanda
.
4 Til að senda skilaboðin velurðu táknið
.
Skilaboðin eru send á það númer tengiliðsins sem var síðast notað.
Þegar þú sendir ný skilaboð er þeim bætt við samtalið sem stendur yfir. Ef ekkert
samtal er til fyrir er búið til nýtt samtal.
Þegar þú opnar móttekin skilaboð af heimaskjánum opnast þau sjálfkrafa á
samtalaskjánum fyrir tiltekinn tengilið.