Nokia C7 00 - Um uppfærslur símahugbúnaðar og forrita

background image

Um uppfærslur símahugbúnaðar og forrita
Haltu símanum í takti við tímann – uppfærðu hugbúnað og forrit símans til að fá nýja

og betri eiginleika. Uppfærsla hugbúnaðarins getur einnig bætt afköst símans.

Mælt er með því að öryggisafrit sé tekið af persónulegum gögnum áður en

hugbúnaður símans er uppfærður.

Viðvörun:

Ekki er hægt að nota tækið, jafnvel ekki til að hringja neyðarsímtöl, fyrr en

uppfærslunni er lokið og tækið hefur verið endurræst.

Við notkun þjónustu eða niðurhal efnis getur þurft að hlaða niður miklu gagnamagni

og greiða fyrir gagnaflutning.

Áður en uppfærslan er ræst skaltu tengja hleðslutækið eða ganga úr skugga um að

rafhlaða tækisins hafi næga hleðslu.

Að uppfærslunni lokinni er ekki víst að leiðbeiningarnar í notendahandbókinni séu

gildar. Uppfærða notendahandbók er að finna á www.nokia.com/support.