Niðurhal á leik, forriti eða öðru efni
Sæktu ókeypis leiki, forrit eða myndskeið eða kauptu meira efni í símann. Í Nokia-
versluninni geturðu fundið efni sem er sérhannað fyrir símann þinn.
1 Veldu >
Verslun
og skráðu þig inn með Nokia-áskriftinni.
2 Veldu atriðið.
3 Ef atriðið er verðmerkt skaltu velja
Buy
. Ef atriðið er ókeypis skaltu velja
Download
.
4 Hægt er að greiða með kreditkorti eða láta skuldfæra á símreikninginn, ef það er
í boði.
Til að vista kortaupplýsingarnar í Nokia-áskriftinni velurðu
Add
.
5 Veldu
Pay
.
6 Til að staðfesta kaupin slærðu inn notandanafn og lykilorðið fyrir Nokia-áskriftina
og velur
Continue
til að hefja niðurhalið.
Hægt er að opna eða skoða efnið að niðurhali loknu. Hægt er að skoða annað efni
meðan á niðurhali stendur.
Efnisgerðin ákvarðar hvar atriðið er geymt í símanum. Til að breyta sjálfgefinni
staðsetningu velurðu >
Installation preferences
og svo staðsetninguna þar sem
þú vilt vista hluti.
Sérstillingar
35
Ábending: Notaðu þráðlausa staðarnetstengingu til að hlaða niður stærri skrám, svo
sem leikjum, forritum eða myndskeiðum.
Ábending: Til að þurfa ekki að færa endurtekið inn greiðslukortaupplýsingar þegar þú
verslar í Nokia-versluninni skaltu vista upplýsingarnar í Nokia-áskriftinni. Hægt er að
bæta við fleiri en einu greiðslukorti og velja hvert þeirra á að nota þegar verslað er.
Það fer eftir dvalarlandinu og þjónustuveitunni hvaða greiðslumáta boðið er upp á.
Nánari upplýsingar um atriði fást hjá útgefanda þess.