Mynd eða myndskeiði deilt beint úr myndavélinni
Viltu deila myndum og myndskeiðum með vinum þínum? Hladdu þeim upp á
netsamfélög.
Ýttu á myndavélartakkann til að opna myndavélina.
Eftir að þú hefur tekið mynd eða tekið upp myndskeið velurðu og fylgir svo
leiðbeiningunum í símanum.
Í fyrsta sinn sem þú hleður mynd eða myndskeiði upp á netsamfélag verður þú að skrá
þig inn í þjónustuna. Eftir það er samfélaginu bætt á lista í símanum yfir þjónustu sem
efni er deilt á.
Sum netsamfélög styðja ekki öll skráarsnið eða myndskeið sem tekin eru upp í miklum
gæðum.
Ábending: Einnig er hægt að deila myndum og myndskeiðum með öðrum síma sem
styður NFC. Til að deila eftir að mynd er tekin eða myndskeið er tekið upp skaltu snerta
hinn símann með NFC-svæðinu.