Nokia C7 00 - Um staðsetningaraðferðir

background image

Um staðsetningaraðferðir
Kort sýnir staðsetningu þína á kortinu með notkun GPS, A-GPS, þráðlauss staðarnets

eða staðsetningar sem byggist á auðkenni endurvarpa.

Við notkun A-GPS og annarra GPS-viðbóta kann að vera nauðsynlegt að flytja lítið

magn gagna um farsímakerfið.

GPS

GPS-kerfið (global positioning system) er leiðsögukerfi þar sem

staðsetning þín er ákvörðuð með gervitunglum.

A-GPS

A-GPS (Assisted GPS) sérþjónustan notar farsímakerfið til að

sækja upplýsingar um staðsetningu og hjálpar GPS við að reikna

út staðsetningu þína.

Síminn er settur upp þannig að hann notar A-GPS þjónustu Nokia,

nema að þjónustuveitan þín hafi tilgreint eigin A-GPS stillingar. Þú

þarft að hafa tengst við internetið til að geta fengið hjálpargögnin

í símann. Síminn sækir aðeins gögnin þegar þörf er á.

Þráðlaust

staðarnet

Staðsetning með þráðlausu staðarneti eykur nákvæmni

staðsetningar þegar GPS-merki eru ekki boði, einkum þegar þú

ert innandyra eða háar byggingar eru allt um kring.

Auðkenni

endurvarpa

Með staðsetningu sem byggir á auðkenni endurvarpa Kort notar

síminn það farsímakerfi sem hann er tengdur við.

Framboð og gæði GPS-merkja kann að verða fyrir áhrifum af staðsetningu þinni,

staðsetningu gervihnatta, byggingum, náttúrulegum hindrunum, veðurskilyrðum og

breytingum á GPS-gervihnöttum sem gerðar eru af Bandaríkjastjórn. Ekki er víst að

GPS-merki náist inni í byggingum eða neðanjarðar.

Ekki skal nota GPS við nákvæmar staðsetningarmælingar og aldrei ætti að treysta

eingöngu á staðsetningargögn frá GPS og farsímakerfum.

Nákvæmni staðarákvörðunar getur verið allt frá nokkrum metrum og upp í nokkra

kílómetra, allt eftir því hvaða aðferð er notuð.

92

Kort