Nokia C7 00 - Ferðast með almenningssamgöngum

background image

Ferðast með almenningssamgöngum
Það getur verið flókið að skipuleggja ferðir með strætisvögnum, lestum og

sporvögnum. Af hverju ekki að láta símann um skipulagninguna?

1 Veldu >

Almenningssamgöngur

.

2 Veldu

Ferðaáætlun

.

3 Ef brottfararstaðurinn er ekki staðsetning þín þá stundina geturðu skrifað hann

í reitinn

Frá

og valið svo úr niðurstöðunum.

4 Skrifaðu áfangastaðinn í reitinn

Til

og veldu svo úr niðurstöðunum.

5 Til að sjá fyrri eða síðari ferðir dregurðu fingur til vinstri eða hægri yfir skjáinn.

Haltu fingrinum á sínum stað þar til ferðaáætlunin hefur verið reiknuð út.

6 Hægt er að skoða ítarlegar upplýsingar um ferð með því að velja hana.

Kort

87

background image

Ábending: Til að sjá næstu eða fyrri ferð rennirðu fingri til hægri eða vinstri yfir

upplýsingaskjá ferðarinnar.

Ábending: Þarftu aðstoð við að komast á biðstöðina? Til að sjá biðstöð á korti velurðu

gönguhluta ferðarinnar á upplýsingaskjá hennar.

Ef nauðsynleg kortagögn eru ekki vistuð í símanum, og tenging við internetið er virk,

er korti fyrir svæðið sjálfkrafa hlaðið niður.

Viltu leggja af stað síðar um daginn? Þú getur séð upplýsingar um mögulega

brottfarar- og komutíma.

Tíma ferðarinnar breytt
Veldu og svo

Brottför

eða

Koma

.

Áætlun almenningssamgangna er í boði fyrir valin svæði víða um heim.

Á sumum svæðum eru leiðartöflur ekki í boði og upplýsingar um ferðir því aðeins

áætlaðar. Á þessum svæðum er hvorki hægt að skoða fyrri eða síðari ferðir, né breyta

ferðatímanum.

Ekkert gjald er tekið fyrir Almenningssamgöngur þjónustuna.

Við notkun þjónustu eða niðurhal efnis getur þurft að hlaða niður miklu gagnamagni

og greiða fyrir gagnaflutning.